![]() |
![]() |
![]() |
Skrifað af: Administrator |
Í íbúðinni á efri hæð hússins er boðið upp á gistingu í fimm 2ja manna herbergjum. Tvö sameiginleg salerni eru á efri hæðinni ásamt sturtum. Á neðri hæð hússins eru tvö fjölskylduherbergi, eitt 4-manna og eitt 6-manna. Eins er hægt að leigja alla neðri hæðina. Í þessum herbergjum er boðið upp á gistingu í tveggja manna kojum. Kynjaskipt salerni eru á neðri hæðinni sem og tvær sturtur. Innifalið í gistingu er alltaf sæng, koddi og rúmföt. Ekki er búið um rúmin heldur gera gestir það sjálfir við komu. Stór og rúmgóð eldhús er báðum hæðum sem gestir hafa aðgang að og eru þau búin öllum nauðsynlegum áhöldum. Á báðum hæðum er sameiginleg borðstofa og setustofa þar sem hægt er að horfa á sjónvarp, hlusta á tónlist, vafra um internetið, kíkja í blöð og bækur eða bara njóta útsýnisins. Gestir ættu að hafa í huga að ekki er boðið upp á veitingasölu og að það eru 35 km í næstu verslun. |
Síðast uppfært: Sunnudagur, 07. júní 2020 20:33 |