Broddanes dregur nafn sitt af dröngum, Broddunum, sem standa undir Ennishöfða milli Kollafjarðar og Birtufjarðar. Einnig segir sagan að fyrsti ábúandi á Broddanesi hafi heitið Broddi, á hann að hafa verið heigður undir höfðanum nálægt dröngunum og sést dys hans þar enn.
Kyrrð og ró einkenna nágrenni heimilisins og er náttúran á svæðinu mjög sérstök. Þar er fjölbreytt strandlengja, nes, vogar, eyjar, hólmar og sker.
Boðið er upp á gistingu á neðri hæð hússins og er þar 2ja manna herbergi og tvö fjölskylduherbergi með kojum 4ra manna og 6 manna. Einnig er hægt að leigja alla neðri hæðina. Gott sameiginlegt eldhús er til afnota fyrir gesti og stórt og rúmgott borðstofu svæði ásamt setustofu og billjard borði. Sameiginleg salerni og sturtur eru á hæðinni.
Broddanes er þekkt hlunnindajörð og var sagt að þar væru nánast öll hlunnindi, að laxveiði undanskilinni. Á jörðinni er nú þríbýli og er þar stundaður hefðbundinn sauðfjárbúskapur ásamt nýtingu hlunninda en mikið æðarvarp er í Broddanesey og nærliggjandi hólmum.
Kyrrð og ró einkenna nágrenni heimilisins og er náttúran á svæðinu mjög sérstök. Þar er fjölbreytt strandlengja, nes, vogar, eyjar, hólmar og sker. Dýralíf er að sama skapi einstakt, við ströndina synda selir og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu.
Gistiheimilið er opið frá 1. júní - 15. september og á þessu tímabili er móttaka opin frá kl. 17:00-21:00. Utan þess tíma er að jafnaði hægt að hafa samband við rekstraraðila í farsíma.
Ísland – 511 Strandabyggð