Svæðið er kjörið til göngu ferða, allt frá auðveldum göngum meðfram ströndinni til krefjandi leiða fyrir vanari göngumenn. Kraftur og dulúð umlykur náttúruna á svæðinu og lætur engan ósnortinn.
Broddanes er kjörinn staður fyrir þá sem hafa gaman af fuglskoðun. Stór lundabyggð er í hólma upp við land og auðvelt er að fylgjast með lifnaðarháttum lundans en hann kemur í byrjun maí og hverfur á brott um miðjan ágúst. Æðarvarp er í eyjum og hólmum við Broddanes og krían verpir einnig í nágrenni heimilisins. Fleiri fugla má nefna eins og teistu, tjald, sandlóu, heiðlóu, hrossagauk, spóa og stelk.
Broddanes er aðeins 35 km sunnan Hólmavíkur en þar er verslun, sundlaug, golfvöllur, kaffihús, veitingastaðir og Galdrasafnið.
Við erum með 4 sit-on-top kayaka sem hægt er að leigja hjá okkur og fátt er skemmtilegra en að róa innan um fugla og seli í góðu veðri og njóta þess að skoða náttúruna.