Fallega Island

Gistiheimilið
Broddanes

Shape

Velkomin á Broddanes

Broddanes Hostel er lítið, vinalegt, fjölskyldurekið gistihús þar sem fer vel um ferðalanga allstaðar að úr heiminum.  Gistihúsið er á neðri hæð hússins og eru öll herbergin með sameiginleg salerni og sturtur. Gott eldhús þar sem gestir geta útbúið allar máltíð. Setu-og borðstofa þar sem gestir geta notið útsýnisins, lesið bækur eða vafrað um á netinu en það er frí þráðlaus nettenging.

Staðsetning

Jörðin Broddanes stendur við sunnanverðan Kollafjörð á Ströndum. Leiðin að sunnan liggur norður Hrútafjörð, um Bitrufjörð yfir Ennisháls, en þaðan er mjög gott útsýni yfir Broddanes og allan Húnaflóann, allt suður til Eiríksjökuls og Langjökuls.  Ef komið er frá Hólmavík er beygt inn á þjóðveg 68 um 6 km sunnan Hólmavíkur. Broddanes er miðsvæðis á Ströndum aðeins 35 km sunnan Hólmavíkur og því tilvalinn staður til að dvelja á og  fara í dagsferðir um nágrennið t.d. Árneshrepp, Ísafjarðardjúp, Kaldalón, Reykhólasveit og Dali.

Afþreying

Svæði

Svæðið er kjörið til göngu ferða, allt frá auðveldum göngum meðfram ströndinni til krefjandi leiða fyrir vanari göngumenn. Kraftur og dulúð umlykur náttúruna á svæðinu og lætur engan ósnortinn. Broddanes er kjörinn staður fyrir þá sem hafa gaman af fuglskoðun. Stór lundabyggð er í hólma upp við land og auðvelt er að fylgjast með lifnaðarháttum lundans en hann kemur í byrjun maí og hverfur á brott um miðjan ágúst. Æðarvarp er í eyjum og hólmum við Broddanes og krían verpir einnig í nágrenni heimilisins. Fleiri fugla má nefna eins og teistu, tjald, sandlóu, heiðlóu, hrossagauk, spóa og stelk. Broddanes er aðeins 35 km sunnan Hólmavíkur en þar er verslun, sundlaug, golfvöllur, kaffihús, veitingastaðir og Galdrasafnið. Við erum með 4  sit-on-top kayaka sem hægt er að leigja hjá okkur og fátt er skemmtilegra en að róa innan um fugla og seli í góðu veðri og njóta þess að skoða náttúruna.

Umhverfi og náttúra

Jörðin Broddanes stendur við sunnanverðan Kollafjörð á Ströndum. Leiðin að sunnan liggur norður Hrútafjörð, um Bitrufjörð yfir Ennisháls, en þaðan er mjög gott útsýni yfir Broddanes og allan Húnaflóann, allt suður til Eiríksjökuls og Langjökuls. Kyrrð og ró einkenna nágrenni heimilisins og er náttúran á svæðinu mjög sérstök. Þar er fjölbreytt strandlengja, nes, vogar, eyjar, hólmar og sker. Dýralíf er að sama skapi einstakt, við ströndina synda selir og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu.

Gisting

Tveggja manna herbergi

Góð verð

Fjölskylduherbergi

Kojur

Herbergi fyrir fjóra

Kojur

Stærri hópar

Fyrir öll tilefni

Hefur þú einhverjar spurningar?

BRODDANES

Home on the land of the ice and sun.